Yggdrasill Carbon hefur nú lokið sínu þriðja framkvæmdarári með stórum áfanga, þar sem yfir ein milljón plantna voru gróðursettar víðsvegar um landið. Framkvæmdir hófust síðar en áætlað var þetta sumarið vegna krefjandi veðurskilyrða, sem hafði áhrif á aðgengi að svæðum sem og plöntuframleiðslu. Í góðu samstarfi við frábæra verktaka, sérfræðinga og aðra samstarfsaðila tókst fyrirtækinu þó að gróðursetja 1.023.414 plöntur víðsvegar um landið.
Skógrækt hefur verið í forgrunni fyrstu ár starfsemi og frá því að fyrirtækið hóf skógræktarframkvæmdir árið 2022 hefur fyrirtækið nú gróðursett samanlagt 2.464.286 plöntur. Framkvæmdir sumarsins marka stóran áfanga í áætlunum fyrirtækisins um að auka kolefnisbindingu og vera góður valkostur fyrir fyrirtæki sem vilja jafna sitt kolefnisfótspor með vottuðum kolefniseiningum. Með bjartsýni horfir YGG teymið nú til vetrarins, þar sem vottunarferli verkefnanna og undirbúningur fyrir næsta framkvæmdarár er þegar hafinn.
Yggdrasill Carbon var stofnað árið 2021 og hefur markmið fyrirtækisins frá upphafi verið að stuðla að sjálfbærum og ábyrgum loftslagsaðgerðum í náttúru Íslands, t.d. með skógrækt, endurheimt vistgerða og uppbyggingu jarðvegs. Fyrirtækið stefnir að því að vera leiðandi í vottuðum loftslagsverkefnum á Íslandi og tryggja raunveruleg áhrif meðfagmennsku, gegnsæi og sjálfbærni að leiðarljósi.
Yggdrasill Carbon þakkar öllum samstarfsaðilum sínum fyrir framlag sitt í verkefnum sumarsins og þakkar sömuleiðis, landeigendum fyrir traustið og stuðninginn. Með ykkar hjálp höldum við áfram að skapa grænni framtíð fyrir Ísland, hækka gæða viðmið í sjálfbærri landnýtingu til kolefnisbindingar og þar með leggja okkar að mörkum í loftslagsmálum.