Teymið og vegferðin

Hlutverkið okkar

Ísland hefur sett fram metnaðarfulla aðgerðaáætlun sem á að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og leggja grunninn að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Á meðal aðgerða sem áætlað er að ráðast í næstu árin, er efling skógræktar, efling landgræðslu, og endurheimt votlendis.

Yggdrasill Carbon (YGG) er fyrirtæki sem stofnað var á Egilsstöðum árið 2020 og vinnur að loftslagsverkefnum í náttúru Íslands sem gefa vottaðar kolefniseiningar. Ein vottuð kolefniseining verður til þegar eitt tonn af koltvísýringsigildi, sem hefur verið mælt með viðurkenndum aðferðum og vottað sem slíkt, er dregið úr andrúmslofti eða er hindrað að berist í andrúmsloft. Aðaláhersla okkar hefur verið á kolefnisbindingu í skógi en meðfram þeim verkefnum vinnum við að þróun verkefna sem snúa að jarðvegi og endurheimt votlendis.

Starfsstöðvar
Höfuðstöðvar YGG eru á Egilsstöðum en einnig erum við með starfsstöðvar í Reykjavík og Borgarnesi.
Fastir starfsmenn eru fimm talsins og yfir sumartímann hafa allt að 20 verktakar bæst við starfsmannafjöldann.
5 ára reynsla
Fyrsta framkvæmdaár YGG var árið 2021 en þá var unnið að tilraunaverkefni á Óseyri í Stöðvarfirði. Síðan þá höfum við gróðursett á þriðju milljón plantna víðsvegar um landið og vinnum að öðrum vottuðum verkefnum í endurheimt votlendis.
Sérfæðiþekking
Teymi YGG býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu þvertyfir mörg svið. Reynsla er m.a. af skógrækt og umhirðu, verkefnastjórnun, umhverfismálum, vottun, náttúruvernd, gæðamálum, lögfræði og fjármálum. Saman erum við öflug heild sem vinnur verkefnin vel með gæði og traust að leiðarljósi.

Vottun

Öll verkefni YGG fara í gegnum vottun óháðs aðila. Vottun tryggir að kolefnisbinding sem verður til í slíkum verkefnum, hafi átt sér stað í því magni sem gefið er út til kolefnisjöfnunar og gerir ferlið gegnsætt og vandað. Vottun krefst einnig víðtæks samráðs, hún hvetur til gagnrýnnar hugsunar, dregur fram áherslu á gæði umfram magn og tryggir að ekki sé hægt að stíga skrefin áfram nema með sjálfbærni að leiðarljósi.

Víðtæk áhrif

Vottunarstaðlar gera kröfu á að verkefni hafi jákvæð áhrif á fleiri þætti en loftslagið. Jákvæð hliðaráhrif okkar verkefna eru fjölbreytt og snúa meðal annars að auknum atvinnumöguleikum í sveitum og aukinni verðmætasköpun sem hefur áhrif á samfélagið í víðara samhengi. Jákvæð áhrif snúa líka að uppgræðslu lands, aukinni líffjölbreytni á rofnu landi og næringarríkari jarðvegi.



Í upphafi er hvert verkefnasvæði kortlagt, og fylgst er reglulega með þróun þess með aðstoð dróna í samstarfi við Svarma. Lausn Svarma, Datact, sér um utanumhald allra gagna og tryggir aukið gagsæi og aðgengi fyrir hagsmunaaðila. Að miðla nákvæmum og áreiðanlegum upplýsingum um árangur verkefna er grunnstoð í loftslagsaðgerðum og er eitt helsta forgangsverkefni YGG.
YGGCarbon Forest

Svarmi og Datact

Algengar spurningar
1
Hver eru helstu félagsleg áhrif YGG verkefna?
Verkefni YGG skapa störf bæði á verkefnatíma og til framtíðar. Á öðru starfsári YGG árið 2022 voru yfir 30 mannss sem komu að verkefnum YGG á einn eða annan hátt. Þar má nefna verkefni verkefni í girðingarvinnu, minjaskráningu, áætlanagerð, kortagerð, jarðvinnslu og gróðursetningu. Næstu árin þarf að fylgjast með svæðunum, laga frostlyftingu, gera íbótaáætlanir, viðhald á girðingum, og slóðum, og hirða um skóginn til að halda honum heilbrigðum. Á nokkurra ára fresti þarf að fara í mælingavinnu á skógi og jarðvegi, sinna kortagerð og fara í gegnum vottunarferli. Allt krefst þetta starfsfólks og reynir YGG eftir fremsta megni að sækja mannauðinn í heimabyggð.
59 signatoriess
2
Hver eru helstu jákvæðu umhverfisáhrifin af verkefnum YGG?
Megin tilgangur verkefna YGG og helstu jákvæðu umhverfisáhrif, er að binda koltvísýring úr andrúmslofti. Jákvæð hliðaráhrif verkefna geta svo verið aukinn líffjölbreytileiki á rýru landi, aukin landslagsfjölbreytni, uppbygging kolefnisforða í jarðvegi og að vinna gegn jarðvegsrofi.
59 signatoriess
3
Er skógrækt ógn við fuglalíf?
Skógrækt getur haft áhrif á ákveðnar fuglategundir sem sækja frekar í mólendi en skóg. Með aukinni skógrækt þarf að hafa þetta í huga enda ber Ísland á alþjóðavísu, ábygð á búsvæðum ákveðinna mólenidsfuglategunda. Mólendi á Ísland þekja í dag um 1.850.000 hektara en skóglendi um 200.000 hektara. Þannig ætti skóglendi ekki að hfa teljandi áhrif í dag. Eins má nefna að á hverju ári eru grædd upp hrjóstug svæði sem verða þá ný svæði fyrir mólendisfugla.
59 signatoriess