Aftur í fréttir
January 27, 2025
YGG insights
YGG og Eviance

Hafin er vottun á þrettán verkefnum YGG. Vottunarstofan

Enviance í samstarfi við iCert sjá um vottun og er áætlað að vottun á u.þ.b. helmingi verkefna ljúki á árinu 2025.

Enviance er með höfuðstöðvar á Indlandi og hefur á sínum snærum teymi sérfræðinga um allan heim sem margir hverjir hafa áratuga reynslu í staðfestingu og sannprófun loftslagsverkefna.

Vottun er afar mikilvægur þáttur til að tryggja raunávinning verkefna fyrir loftslagið. Gera þarf grein fyrir stjórn verkefna, eignarhaldi lands, tryggja að farið sé eftir lögum og reglugerðum og að verkefni samræmist opinberri skógræktarstefnu. Eins þarf að gera grein fyrir grunnstöðu kolefnisforða svæðisins, kolefnisleka, umhverfisáhrifum og samfélagslegri ábyrgð.

YGG fagnar aðkomu Enviance og hlakkar til samstarfsins.