Verkefni YGG skapa störf bæði á verkefnatíma og til framtíðar. Á öðru starfsári YGG árið 2022 voru yfir 30 mannss sem komu að verkefnum YGG á einn eða annan hátt. Þar má nefna verkefni verkefni í girðingarvinnu, minjaskráningu, áætlanagerð, kortagerð, jarðvinnslu og gróðursetningu. Næstu árin þarf að fylgjast með svæðunum, laga frostlyftingu, gera íbótaáætlanir, viðhald á girðingum, og slóðum, og hirða um skóginn til að halda honum heilbrigðum. Á nokkurra ára fresti þarf að fara í mælingavinnu á skógi og jarðvegi, sinna kortagerð og fara í gegnum vottunarferli. Allt krefst þetta starfsfólks og reynir YGG eftir fremsta megni að sækja mannauðinn í heimabyggð.