Algengar spurningar
1
Hver eru helstu félagsleg áhrif YGG verkefna?
Verkefni YGG skapa störf bæði á verkefnatíma og til framtíðar. Á öðru starfsári YGG árið 2022 voru yfir 30 mannss sem komu að verkefnum YGG á einn eða annan hátt. Þar má nefna verkefni verkefni í girðingarvinnu, minjaskráningu, áætlanagerð, kortagerð, jarðvinnslu og gróðursetningu. Næstu árin þarf að fylgjast með svæðunum, laga frostlyftingu, gera íbótaáætlanir, viðhald á girðingum, og slóðum, og hirða um skóginn til að halda honum heilbrigðum. Á nokkurra ára fresti þarf að fara í mælingavinnu á skógi og jarðvegi, sinna kortagerð og fara í gegnum vottunarferli. Allt krefst þetta starfsfólks og reynir YGG eftir fremsta megni að sækja mannauðinn í heimabyggð.
59 signatoriess
2
Hver eru helstu jákvæðu umhverfisáhrifin af verkefnum YGG?
Megin tilgangur verkefna YGG og helstu jákvæðu umhverfisáhrif, er að binda koltvísýring úr andrúmslofti. Jákvæð hliðaráhrif verkefna geta svo verið aukinn líffjölbreytileiki á rýru landi, aukin landslagsfjölbreytni, uppbygging kolefnisforða í jarðvegi og að vinna gegn jarðvegsrofi.
59 signatoriess
3
Er skógrækt ógn við fuglalíf?
Skógrækt getur haft áhrif á ákveðnar fuglategundir sem sækja frekar í mólendi en skóg. Með aukinni skógrækt þarf að hafa þetta í huga enda ber Ísland á alþjóðavísu, ábygð á búsvæðum ákveðinna mólenidsfuglategunda. Mólendi á Ísland þekja í dag um 1.850.000 hektara en skóglendi um 200.000 hektara. Þannig ætti skóglendi ekki að hfa teljandi áhrif í dag. Eins má nefna að á hverju ári eru grædd upp hrjóstug svæði sem verða þá ný svæði fyrir mólendisfugla.
59 signatoriess