Vottuð loftlagsverkefni eru lykilþáttur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Gerðar eru kröfur um reglulegar mælingar, gegnsæi, samráð og vönduð vinnubrögð á öllum stigum verkefnis. Vottun staðfestir síðan að verkefni hefur staðist allar þær kröfur sem gerðar eru. Þannig verður til vottuð kolefniseining sem er raunveruleg, mælanleg, varanleg og skráð í miðlægan gagnagrunn fyrir gegnsæi og sýnileika raunávinnings.
Með loftslagsverkefnum sínum vinnur YGG að aukinni kolefnisbindingu í lífmassa, svo sem með nýskógrækt, auknum kolefnisforða í jarðvegi og minnkun losunar frá landi með endurheimt vistkerfa. Fyrstu verkefni YGG eru á sviði nýskógræktar þar sem aðferðafræði, gögn og vottunarstaðlar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til vottaðra verkefna en teymið vinnur hörðum höndum að uppbyggingu fjölbreyttra endurheimtarverkefna, til að mynda í endurheimt votlendis og landgræðslu eftir því sem rannsóknum, gögnum og aðferðafræði vindur fram fyrir slík verkefni.
Öll verkefnin YGG eru skráð inn á heimasíðu Loftslagsskrárinnar hér. Þar er hægt að finna lýsingu verkefna, stöðu þeirra í, helstu skýrslur og vottanir.